• Gakktu í klúbbinn
  • Viðburðir
  • Veður
  • Um Krúser
  • Myndir
  • KrúsTube
  • Spjallið
  • Forsíða

Nýjustu myndirnar

  • 2023 Ford Bronco WildtrakFord Customline Victoria ´56Chevrolet Camaro SS ´67Oldmobile Super 88 ´58Krúserhópurinn á flickr

Vinir okkar

    • Bílaklúbbur Akureyrar
    • Blúsfélag Reykjavíkur
    • Camaro.is
    • Íslenski Cadillac Klúbburinn
    • Íslenski Mustang klúbburinn
    • Kvartmíluklúbburinn
    • Lögreglan
    • Mercedes-Benz klúbburinn
    • Vátryggingafélag Íslands

Facebook síða krúser

  • Opna facebook síðuna

Skoðunardagurinn á morgun

17 maí, 2011 eftir bg

Skoðunardagur fornbíla Krúser félaga verður á morgun miðvikudaginn 18. maí 2011. Skoðað verður hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði sjá á korti skoðun hefst kl. 17 og stendur þar til allur flotinn hefur verið skoðaður.

Krúserbandið mætir á svæðið og við grillum hamborgara fyrir svanga skoðunarmenn og krúsera. Eftir skoðun verður tekinn stór rúntur um bæinn, við hvetjum alla Krúsera til að láta sjá sig á svæðinu þó þeir þurfi ekki að láta skoða að þessu sinni.

Að þessu sinni á bara að skoða fornbíla sem eru með 2011 skoðunarmiða ef menn eru ekki vissir um hvenær á að skoða er hægt að fletta bílnúmerinu upp á vef umferðarstofu. Skoðunargjaldið fyrir fornbíl verður 1900 krónur eins og í fyrra.

Framvísa þarf Krúser félagsskírteini merktu 2011 til að fá skoðun á þessu verði. Krúserfélagar sem ekki hafa greitt félagsgjald 2011 eða hafa ekki fengið sendan miða á kortið geta mætt á staðinn og gengið frá málinu. Skrifstofa Krúser verður í brúnleitum VW rúgbrauð á planinu.

Félagar sem eiga ekki fornbíl þurfa ekki að örvænta því þeir fá afhentan afsláttarmiða sem veitir veglegan afslátt á skoðun einkabílsins. Menn mæta bara með bílinn í skoðun á réttum tíma, framvísa miðanum ásamt félagsskírteini og þá fæst skoðunin á Kr. 4964 í stað 8.680 sem aðrir þurfa að borga. Þeir sem eiga marga bíla fá 20% afslátt á skoðunargjaldi allra hinna bílanna gegn framvísun Krúser félagsskírteinis.

Á fimmtudaginn verður að sjálfsögðu Krúserkvöld eins og venjulega á nýja staðnum Höfðabakka 9 mæting kl 20, allir bílaáhugamenn velkomnir.

Krúser – Bara gaman

 

Sent inn í Fréttir | engin ummæli