Fínir fimmtudagar :-) :-)

Fimmtudagarnir í sumar hafa aldeilis verið sólríkir og flottir til þess að rúnta um á drossíum okkar og njóta þess að vera til. Enda hafa Krúserar mætt hressilega og lífgað upp á mannlífið í Reykjavík með því að sýna gestum og gangandi klassíska bíla frá liðnum tíma og flesta þeirra frá síðustu öld við mikil fagnaðarlæti, þrátt fyrir að erfitt sé að komast leiðar sinnar vegna lokunar Laugavegs. En þetta er ókeypis skemmtun fyrir alla og er í boði Krúserfélaganna sem hafa gaman af því að gleðja aðra. p.s. það mætti nú alveg fara að huga að því að hafa Laugaveginn opinn á fimmtudagskvöldum þegar vel viðrar ?????

Krúser ALLTAF gaman 🙂 🙂 🙂

Nú er um að gera að nota vel þennan stutta tíma sem
er eftir af sumrinu og rúnta..og rúnta….og rúnta 🙂

Eins og undanfarin ár höfum við í Krúser tekið þátt í að búa til stemmningu á Fjölskylduhátíðinni í Vogum á Vatnsleysuströnd með því að mæta á drossíunum okkar og taka þátt í hátíðarhöldum. Við munum því mæta eins og áður. Brottför frá Höfðabakka kl. 12,45 stundvíslega. Ekið verður suður Vatnsleysustrandarveg (Nóvoterbítsród 🙂

Krúser ALLTAF gaman 🙂

Hópakstur 17. júní :-)

Eins og undanfarin ár verður ekið frá Nauthólsvegi rétt hjá Háskólanum í Reykjavík.
Mæting þar er kl 11.00
Brottför verður þaðan um kl 12.00

Veðurspáin er fín svo að það er um að gera að fjölmenna. 🙂 🙂 🙂

Krúser..BARA..gaman ALLTAF 🙂