Fyrir þá sem eiga að mæta með fornbílinn sinn í skoðun þetta árið skal eftirfarandi upplýst:
😊
Skoðunartímabilið hefst frá og með 15. maí til og með 16. júní.
😊
Meðlimum KRÚSER er því heimilt að fara á hvaða skoðunarstöð AÐALSKOÐUNAR sem er, alla virka daga og á hvaða tíma dagsins sem er á þessu tímabili 15/5 – 16/6.
Heimasíða AÐALSKOÐUNAR segir nánar til um opnunartíma skoðunarstöðvanna.
😊
Skoðunargjald fyrir hvern fornbíl (25 ára eða eldri) verður kr. 2990.-
😊
KRÚSER meðlimir þurfa að framvísa gildu félagsskírteini með „23“ miða á, sem sýnir að viðkomandi hefur greitt félagsgjald sitt í KRÚSER.
Hvetjum alla til að hafa þetta á hreinu, til að forðast óþægindi.
😊
Ef einhverjir eiga eftir að greiða árgjaldið, þá er ekki seinna vænna en að gera það sem allra fyrst svo að þeir séu komnir með allt í hendurnar tímanlega.
😊
SUMARIÐ ER KOMIÐ😎😍😁😊🤗😀😀😀😀😀😀
😊
KRÚSER -BARA GAMAN- ALLTAF🤗🤗🤗🤗🤗🤗

Nú er vetrardagskráin a fullri ferð og haustið búið að vera viðburðaríkt hjá okkur, eins og alltaf.

Endalaust gaman að hittast og njóta fimmtudagskvöldanna í félagsheimili Krúser.

Fjölbreytt dagskrá hefur verið mikið aðdráttarafl, og mikill fjöldi gesta hefur notið þess sem í boði hefur verið hverju sinni, hljómsveitir hafa troðið upp, upplestur, sýningu og kennslu í tálgun svo að eitthvað sé nefnt.

Bara að koma og njóta lífsins i fallega félagsheimilinu okkar, fá sér kaffisopa, og upplifa ævintýraveröld okkar.

Endilega að taka með ykkur gesti, og leyfa þeim að njóta kvöldanna með okkur.

Krúserklúbburinn er fyrir ALLA….koma bara.
KRÚSER …..BARA GAMAN……ALLTAF.

Það er góð sumarstemmning meðal Krúser meðlima, það sést vel á frábærri mætingu a fimmtudagskvöldunum. Þá skiptir ekki miklu máli hvort að það er rétta veðrið til að taka rúntinn eða ekki, húsið þétt setið. Mikil ánægja hefur verið með hamborgarakvöldin og verður meira af slíku i sumar. Vöfflukvöldið var í boði Krúser, og var hið notalegasta, ásamt því að fá fjölskyldu langt aðkomna í heimsókn. Þá má geta þess að aðrir bílaklúbbar hafa verið duglegir að koma í heimsókn og taka þátt í okkar dagskrá.
Nú skartar félagsheimilið okkar sinu fegursta eftir smá yfirhalningu, enda margir fermetrar til þess að skreyta og skipuleggja. Eins og áður sagði hafa mætingarnar aukist mjög, sem sýnir enn og aftur að Krúser er á fullri ferð á réttri leið og aðstaðan fyrir félagana er alveg til fyrirmyndar. Við viljum því hvetja félagsmenn og konur til þess að afla nýrra meðlima til þess að létta okkur reksturinn, og þar með að tryggja langlífi Krúser.
KRÚSER….LENGI LIFI 😁😀😆😊🤗