Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Skoðunardagur fyrir fornbíla (25 ára og eldri) verður fimmtudaginn 19. maí hjá AÐALSKOÐUN Helluhrauni í Hafnarfirði eins og undanfarin ár.

Skoðunin hefst kl. 17.00 og eiga eingöngu þeir fornbílar að koma til skoðunar sem eiga að skoðast í ár.

Þessi skoðun er eingöngu ætluð fyrir félaga í Krúserklúbbnum sem hafa greitt árgjald (2016)í félagið.

Skoðunargjald er kr 2400.- pr bíl.

Krúser…BARA ..gaman… ALLTAF :-)

Vegna mikils áhuga á „Hjólkoppasýningu Valda“ hefur verið ákveðið að bæta við einu sýningarkvöldi…sem er næsta fimmtudagskvöld 12. maí.

Mjög góð aðsókn hefur verið þessi kvöld sem sýningin hefur verið opin, og Valdi alveg í essinu sínu spjallar við gesti og gerir að gamni sínu eins og honum einum er lagið.

Krúser-klúbburinn þakkar Valda ánægjulegt og skemmtilegt samstarf vegna sýningarinnar.

Krúser BARA gaman :-) :-) :-)

„VALDI.. Í.. ESSSSSSINU.. SÍNU“

Einstakt tækifæri til að skoða stórmerkilegt hjólkoppasafn Valda. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið undanfarið og er búið að koma fyrir ca 200 flottustu koppunum úr safninu í húsakynnum Krúser-klúbbsins að Höfðabakka 9.

Sýningin verður opin næstu tvö fimmtudagskvöld: 28. apr. og 5. maí. Húsið opnar kl 19.00 bæði kvöldin og verður opið til kl. 23.00.

Valdi mun taka á móti gestum og flytja ávarp af tilefninu, ásamt því að velja tónlist sem honum finnst vera við hæfi þessi kvöld og tengjast liðinni tíð eins og kopparnir.
Þetta lofar góðu :-) :-)

POOL-MÓT verður haldið laugardaginn 30. apr nk. á sama stað. og hefst það kl 13.00. Ennþá er hægt að skrá sig til leiks og verður að gera það á staðnum og síðast séns er fimmtudagskv. 28 apr.

Þennan sama laugardag er aðvitað tilvalið að skoða Koppasýningu Valda, og þá verður opið frá kl.13.00 á meðan POOL-mótið stendur yfir.
Pool-móts stjóri er Gunnar Ævarsson.

Krúser..BARA..gaman..ALLTAF… :-)
ALLIR Í ESSINU SÍNU…ALLTAF :-)