Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

„VALDI.. Í.. ESSSSSSINU.. SÍNU“

Einstakt tækifæri til að skoða stórmerkilegt hjólkoppasafn Valda. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið undanfarið og er búið að koma fyrir ca 200 flottustu koppunum úr safninu í húsakynnum Krúser-klúbbsins að Höfðabakka 9.

Sýningin verður opin næstu tvö fimmtudagskvöld: 28. apr. og 5. maí. Húsið opnar kl 19.00 bæði kvöldin og verður opið til kl. 23.00.

Valdi mun taka á móti gestum og flytja ávarp af tilefninu, ásamt því að velja tónlist sem honum finnst vera við hæfi þessi kvöld og tengjast liðinni tíð eins og kopparnir.
Þetta lofar góðu :-) :-)

POOL-MÓT verður haldið laugardaginn 30. apr nk. á sama stað. og hefst það kl 13.00. Ennþá er hægt að skrá sig til leiks og verður að gera það á staðnum og síðast séns er fimmtudagskv. 28 apr.

Þennan sama laugardag er aðvitað tilvalið að skoða Koppasýningu Valda, og þá verður opið frá kl.13.00 á meðan POOL-mótið stendur yfir.
Pool-móts stjóri er Gunnar Ævarsson.

Krúser..BARA..gaman..ALLTAF… :-)
ALLIR Í ESSINU SÍNU…ALLTAF :-)

Eftir vel heppnað og blómlegt vetrarstarf með frábærum mætingum, þá er þó loksins komið að þeim tímapunkti sem ALLIR fornbílaeigendur bíða eftir …….sumartímanum…rúntunum….stemmningunni sem fylgir því að aka um bæinn í hóp á sólríkum sumarkvöldum.

Frábær tími framundan…og setjum nú fjöldamet í mætingum…sumarið er NÚNA. :-)

Krúser…BARA gaman…ALLTAF :-) :-)

Skoðunardagur verður að vanda í maí (nánari dagssetning síðar með dags fyrirvara með SMS).

Félagsgjald þarf að greiða í síðastalagi fyrir skoðunardag.

Þeir fornbílar sem eiga að mæta í skoðun þetta ár eru eingöngu bílar sem eru með 2016 skoðunarmiða. Þeir fá að lokinni skoðun 2018 miða.

Krúser ..BARA gaman ..ALLTAF :-)

Við tökum forskot á Blúshátíðina sem framundan er, fimmtudagskvöldið 17. mars.

Þá mætir í Krúserheimilið Halldór Bragason blúsmeistari ásamt fleirum tónlistarmönnum, til þess að hita upp fyrir laugardaginn 19. mars.

Það er dagurinn sem Blúshátíðin er formlega sett. Og Blúshátíðin er einmitt augnablikið sem við í Krúser bíðum allan veturinn eftir að renni upp….því að þá tökum við drossíurnar okkar út úr skúrum og geymslum og þeysum niður í bæ (Skólavörðustíg) til þess að taka þátt í setningunni Blúshátíðar og segjum “ nú er vorið komið „.

Það er í okkar huga alveg klárt að þessi „blús og krús“ skemmtun gerir mannlífið skemmtilegra…..þvi að þá er boðið uppá lifandi tónlistarflutning niður allan Skólavörðustíginn………það verður varla betra.

Þeir Krúserar sem eiga eftir að skrá sig til akstur 19.3 þurfa að klára það þennan fimmtudag (17.3)
Laugardagur 19.3 : Mæting í félagsheimili Krúser kl. 12-12,30.
Brottför þaðan verður ekki síðar en kl. 13.00.

Muna eftir Blúsbræðradressinu, gleraugunum og höttunum.

Mæta svo allir sem vettlingum geta valdið…og endilega að taka með sér gesti.

Húsið opnar ekki seinna en kl 20.00
Tónleikar hefjast 8,30

Krúser-BARA gaman :-)
Blús-Krús ennþá meira gaman :-)
ALLTAF GAMAN :-)

TAKK TAKK BLÚSFÉLAG REYKJAVIKUR :-)