Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Fimmtudagskvöldið 12. jan. 2017 verða tveir forvitnilegir bílar til sýnis hjá Krúser…hvaða bílar ????

Alltaf gaman að skoða.. :-)

Nú er dagurinn farinn að lengjast í aðra áttina…sem þýðir að vorið nálgast…og við vitum hvað það þýðir í bílaklúbbi eins og þessum…sem sagt fara að gera bílana klára fyrir fyrsta vorrúntinn.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldið hafa verið sendir út í heimabanka og er eindagi þeirra 1. mars 2017. Árgjaldið er óbreytt 3,900.-

Þeir sem ekki eru með heimabanka geta greitt gjaldið næstu fimmtudagskvöld í félagsheimili Krúser að Höfðabakka 9.

Nú er um að gera að drífa sig upp úr sófunum eftir jólin og mæta á fimmtudagskvöldum og hitta félagana og njóta þess að vera til. :-) :-)

Krúser…BARA…gaman…ALLTAF :-)

Sendum félögum í Krúser og landsmönnum öllum nær og fjær bestu jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir góðar samverustundir á árinu sem er að líða.

Krúser..BARA..gaman..ALLTAF :-)

Og nú styttist í vorið :-) :-) :-) :-

Flottur jólamarkaður verður hjá Krúser fimmtudagskvöldið 15. des.
:-)
Nú er hægt að gera góð kaup…þarna verða á boðstólum vörur frá Tómstundahúsinu á sérstöku jólatilboðsverði,:-) og einnig munu verða vörur frá Classic Detail…sem flestir kannast við sem ómissandi vöruflokkur þegar kemur að því að gera bílinn sem glæsilegastann hvort sem er fyrir bílasýningar eða bara til að vera á vel snyrtum bíl.
:-)
Góðir afslætti í boði á frábærum vörum.
:-)
Þessu má enginn missa af…mæta snemma og með aurinn í vasanum :-)
Húsið opnar kl 19,00
:-)
Krúser..BARA.. gaman..ALLTAF :-) :-)