Laugardagur 26. ágúst. Flugvéla og bílasýningin sem hefur verið kölluð „Wheels ´n Wings“ verður lokapunkturinn á hátíðarhöldum sem hafa verið kennd við „Í TÚNINU HEIMA“ í Mosfellsbæ og er haldin á Tungubakkaflugvelli.

Mæting á staðinn er kl 11,30.
Kl. 12,00 verður farinn rúntur um nágrennið og munu félagar í Ferguson-félaginu leiða rúntinn og við komum svo í kjölfarið.

Kl. 13,00 verður svo svæðinu lokað fyrir umferð, þannig að viðvera verður til kl. 17,00

Veitingar í boði fyrir þá sem eru með bíla til sýningar.
Félagar í Krúser munu taka þátt í að stjórna umferð um svæðið…sé þess óskað.

Krúser…á fljúgandi ferð…ALLTAF…GAMAN :- 🙂 🙂

Bæjarhátíðin“ Í TÚNINU HEIMA“ er þessa dagana í fullum gangi í Mosfellsbæ, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu.
Krúserklúbburinn er boðinn velkominn til þess að fagna með heimamönnum.
Fimmtudagskvöldið 24. ágúst verður rúnturinn tekinn í áttina að Mosfellsbæ og lagt af stað frá Höfðabakka kl 20.00 stundvíslega.
Ekið niður til vinstri á hringtorgi við nýju slökkvistöðina við Hlíðartún. Þar getum við þjappað bílalestinni saman og tekið rúnt um bæjarfélagið og bílunum raðað upp til sýningar við Háholt í Mos.
Viðburðurinn hefur verið auglýstur í bæjarblaðinu.
Óskum eftir því að félagarnir bregðist vel við og mæti hressilega og njóti kvöldsins. 🙂 🙂 🙂

Krúser…ALLTAF…gaman…ALLTAF í stuði 🙂

Fínir fimmtudagar :-) :-)

Fimmtudagarnir í sumar hafa aldeilis verið sólríkir og flottir til þess að rúnta um á drossíum okkar og njóta þess að vera til. Enda hafa Krúserar mætt hressilega og lífgað upp á mannlífið í Reykjavík með því að sýna gestum og gangandi klassíska bíla frá liðnum tíma og flesta þeirra frá síðustu öld við mikil fagnaðarlæti, þrátt fyrir að erfitt sé að komast leiðar sinnar vegna lokunar Laugavegs. En þetta er ókeypis skemmtun fyrir alla og er í boði Krúserfélaganna sem hafa gaman af því að gleðja aðra. p.s. það mætti nú alveg fara að huga að því að hafa Laugaveginn opinn á fimmtudagskvöldum þegar vel viðrar ?????

Krúser ALLTAF gaman 🙂 🙂 🙂

Nú er um að gera að nota vel þennan stutta tíma sem
er eftir af sumrinu og rúnta..og rúnta….og rúnta 🙂