Þann 3. mars árið 2006, var formlega stofnaður bílaklúbbur sem fékk nafnið “ Krúser „.

Krúserklúbburinn á því 15 ára sögu, og má fullyrða að með tilkomu félagsins hafi áhugi fólks á þessu áhugamáli aukist til muna og margir fundið farveg fyrir áhuga sinn á klassískum bílum.

Það var því löngu séð og orðið tímabært að stofna félagsskap þegar þarna var, það væri þörf fyrir meiri fjölbreytni í bílaklúbba flórunni. Krúser dafnaði því hratt og örugglega og sprengdi utan af sér hvert athvarfið af öðru. Meðlimum fjölgaði að sama skapi, enda var félagsandinn frábær og starfsemin gefandi.
Krúser er með frábæra aðstöðu fyrir starfsemi sem þessa, þar sem allt er til alls til þess að félagar geta látið sér líða vel og notið þess að vera til.

Á meðan við bíðum þess að við getum farið að hittast á ný, getum við stytt okkur stundir við að skoða myndirnar okkar á „flikkernum“. Þar eru 12000 myndir frá viðburðum okkar gegnum árin.

Svo er bara að fara að bóna og pumpa í dekk á drossíunum og gera allt klárt….þetta fer alveg að koma.
KRÚSER…..ALLTAF GAMAN ALLTAF. 😊😁😁😁😎😎😎

Nú er vorið lagt af stað til okkar þó að við séum ennnnn að berjast við að ná tökum á Covid 19.

En vorið kemur hvernig sem allt fer.
🎅🎅🎅🎅🎅🎅
Fyrst eru þó jólin, og óskar Krúserklúbburinn landsmönnum nær og fjær, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og nýárs með þakklæti fyrir samveruna á árinu sem er að líða.🤝🤝🤝🤝🤝🤝

Það verður nú aldeilis stuðið á okkur þegar bóluefnið við Covid kemur til landsins….við verðum líklega í forgangshóp og með þeim fyrstu til að fá sprautu, þar sem við erum allir með undirliggjandi sjúkdóm „ólæknandi bíladella“. 😁😂🤣😄😊

KRUSER…..ALLTAF GAMAN 👍

Nú er um að gera og reyna að sjá björtu hliðarnar á lífinu og tilverunni, þrátt fyrir að við séum ennþá að fást við Covid 19.
Þegar þetta er skrifað (30.nóv) eru ca 3 vikur í að sól fari að hækka á lofti. Ásamt bóluefni sem væntanlega kemur á endanum …þá styttist í vorið með hækkandi sól.😎😎😎
Og þá munum við landsmenn allir sem einn kætast, og lífið fer vonandi að fara í sinn eðlilegan gang.
Bíladellan er samt sem áður ólæknandi og það virkar sennilega ekkert bóluefni á hana.🤗
Nú þurfum við bara að þrauka þetta af okkur.
Starfsemi Krúser liggur þvi niðri áfram eins og verið hefur um tíma, og verður líklega ekki opnað aftur fyrr en á næsta ári. En við munum auglýsa það vel þegar óhætt verður að setja allt í gang aftur😁😎😃