Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Nóg um að vera hjá Krúser þessa dagana og t.d. er óskað eftir nærveru okkar á tveim stöðum þennan laugardag (13. ágúst): Svo að nú er bara að velja………. :-)

Ferð 1: Vogahátíðin, haldin í 20. skiptið.
Ekinn verður Vatnsleysustrandarvegur
Tekið verður höfðinglega á móti okkur eins og venjulega.

Mæting á Höfðabakka er kl. 12,00
Brottför í þessa ferð er frá Höfðabakka kl. 12,15 stundvíslega.

Ferð 2: Beikonhátíð, á Skólavörðustíg og nágrenni. Bílum raðað upp í kringum Óðinstorg.

Mæting á Höfðabakka er kl. 12,00
Brottför í þessa ferð er frá Höfðabakka kl. 12,30 stundvíslega.

Krúser..BARA gaman :-) :-) :-) ALLTAF
Krúser..ÚTI UM ALLT .. :-) :-) OFT:-)

Veðurguðirnir leika við okkur þetta sumar….og við verðum að notfæra okkur þessa daga til þess að rúnta á drossíunum okkar….skreppa í bæinn….fá okkur kannski ís einhversstaðar….eða þannig.

Það fer nefnilega að styttast í ….haustið. Rúnta,rúnta,rúnta :-)

Krúser BARA gaman..ALLTAF á rúntinum!

Sænski „klassík-bílahittingurinn“ Power Big Meet sem haldin var 7-9 júlí sl. í Västerås, verður á dagskrá hjá Krúser fimmtudagskvöldið 14. júlí.

Krúserfélagarnir Gunnar Ævarsson og Ólafur Traustason skelltu sér á hittinginn vel búnir myndavélum og sjáum við nú afrakstur ferðarinnar þetta kvöld í boði þeirra félaganna.

Power Big Meet  sýning er eitthvað sem flesta hefur dreymt um að sjá….og nú er STÓRA spurninging hvort að ekki sé tímabært að stimpla sig inn 2017…….. fyrst að komnir eru sjálfkjörnir fararstjórar ??????

Myndasýningin hefst kl. 20.00 stundvíslega ……og nú þýðir ekkert að vera að drolla……heldur mæta vel fyrir kl. 20.

www.bigmeet.com

Krúser…BARA very big….ALLTAF :-)

Krúser…ALLTAF GAMAN :-) :-) :-)