Nú eru bara tveir mánuðir í að fyrsti rúntur ársins verði tekinn….því að seinnipart í mars er „blúsrúnturinn“ sem við köllum svo, og tengist Blúshátíð í Reykjavík sem er haldin á þessum tíma árlega.

Þetta verður tíunda árið sem að Krúserklúbbs-félagarnir taka þátt í setningu hátíðarinnar.

Til þess að koma okkur í smá blúsfíling, ætla félagarnir og gítarsnillingarnir þeir Halldór Bragason og Tryggvi Hübner að slá á létta gítarstrengi í félagsheimili Krúser fimmtudagskvöldið 18. jan 2018.
Þeir koma til með að hefja leikinn ….ca. kl. 20,30.

Þessu ætti enginn að missa af.
Allir velkomnir.:-)
Krúser…ALLTAF…gaman….ALLTAF 🙂 🙂

Síðasta fimmtudagsopnun er 21. des.: Sannkölluð jólastemmning hjá Krúser….kaffi og piparkökur í boði hússins.

Einnig verður opið fimmtudaginn á milli jóla og nýárs 28. des.

Sendum félögum í Krúser og landsmönnum öllum nær og fjær bestu jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir góðar samverustundir á árinu sem er að líða. 🙂 🙂

Krúser BARA gaman ALLTAF 🙂
Og nú styttist í vorið 🙂 🙂 🙂 🙂

5. des…þriðjudagur: 🙂
Þá kemur í heimsókn til okkar John D’Agostino sem er þekktur fyrir bílasmíði sína og hönnun undir nafninu
Celebrity Kustoms.

Hann hefur komið í heimsókn nokkrum sinnum og sýnt okkur myndir af því nýjasta sem hann er að gera og frætt okkur um vinnu sína.
Oft er hann með boli og annað til sölu….svo hafið með ykkur klink.

Athugið að þetta er á þriðjudagskvöldi en ekki á fimmtud. eins og okkar dagskrá miðast annars við. 🙂

Ásamt John D’Agostino mun verða vörukynning á bílavörum frá SONAX, en Celebrity Kustoms og Sonax eru í samstarfi víða erlendis.
Hér verður örugglega hægt að gera góð kaup. 🙂

7. des…fimmtudagur: 🙂
Classic Detail.
Þórir Helgason mun vera með vörukynningu á öllu því nýjasta frá Classic Detail vörulínunni. Hér er allt sem þarf til að gera bílinn sem glæsilegastan hvort sem um er að ræða efni eða tæki til verkefnisins.
Jólaafsláttur til Krúserfélaga.
Tilvalið til að setja í jólapakkann hjá bílafólkinu 🙂

14. des….fimmtudagur: 🙂
Jólapakkar fyrir alla í fjölskyldunni… Tómstundahúsið kynnir vörur til tómstunda fyrir alla aldurshópa. Óþarfi að telja upp vöruflokka…ALLIR þekkja Tómstundahúsið.
Jólaafsláttur til Krúserfélaga 🙂

Nú er bara að ……..MUNA AÐ MÆTA.! ! ! 🙂
Krúser…komnir í jólagírinn 🙂 🙂 🙂

Krúser…BARA gaman…ALLTAF 🙂 🙂 🙂