Skoðunartímabil fyrir fornbíla Krúser félaga þetta árið verður sem hér segir:

Tímabilið hefst frá og með 16.maí og síðasti dagur verður mánuði síðar, eða 16.júní.

Meðlimum Krúser er þvi heimilt að fara á hvaða skoðunarstöð Aðalskoðunar sem er alla virka daga og á hvaða tíma dagsins sem er á þessu tímabili( 16/5-16/6).

Heimasíða Aðalskoðunar segir nánar til um opnunartíma skoðunarstöðva á landsbyggðinni.

Skoðunargjald fyrir hvern fornbíl er kr. 2900.-

Meðlimir þurfa að framvísa gildu félagsskírteini með „22“ miða á, sem sýnir að viðkomandi hefur greitt félagsgjald sitt í Krúser.

Hvetjum alla til að hafa þetta á hreinu ef einhverjir eiga enn eftir að greiða, að gera það sem allra fyrst svo að þeir séu komnir með allt í hendurnar tímanlega.

☺☺☺☺☺☺☺☺☺☺

ATH::: vegna breytinga a skráningarformi hjá Samgöngustofu, hefur orðið tilfærsla á skoðunarstöðu á nokkrum bílum. ( færast til á milli ára ).
Við hvetjum alla sem telja að þeir eigi að mæta í skoðun á þessu ári að kanna stöðuna með sinn bíl, með því að fara inn á heimasíðu    www.samgongustofa.is   og slá inn bílnúmer viðkomandi bíls. Þar kemur greinilega fram hvaða ár á að færa bílinn til skoðunar óháð skoðunarmiðanum sem er á bílnum.

KRÚSER BARA GAMAN…….ALLTAF 😀😊🤗

Það er greinilega komið…. SUMAR😎😎😎😎😎😎😎

Félagsheimilið opnað

Félagsheimili Krúser að Höfðabakka 9 hefur opnað aftur eftir lokanir.

Opið er öll fimmtudagskvöld frá 19 – 22 allir velkomnir eins og alltaf.

Félagið er orðið 16 ára til hamingju með það félagar 🙂

Krúser bara gaman

Sól hækkar á lofti….vorið á leiðinni…allavega styttist i vorið þó að við séum ennnnn að berjast við að ná tökum á Covid.

En vorið kemur hvernig sem allt fer😁😁😁😁😁
Fyrst eru þó jólin, og óskar Krúserklúbburinn landsmönnum öllum nær og fjær, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og nýárs með þakklæti fyrir samveruna á árinu sem er að líða.

Nú er bara að vona að lífið fari smátt og smátt að færast í eðlilegra horf sem fyrst svo að við getum farið að hittast af krafti. En þangað til verðum við að taka fullt tillit til reglna um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir sem eru i gangi á hverjum tíma.
BÍLADELLAN LENGI LIFI 😊😊😊😊😊😊😊
KRÚSER LENGI LIFI 😁😁😁😁😁😁😁😁😁
Krúser BARA gaman …… ALLTAF 😍😍😍