Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Síðasta fimmtudagskvöld sýndum við mynd Skúla Skúlasonar sem hann hefur verið að vinna að síðastliðin tvö ár. Þetta er snilldar vel unnið myndefni sem Skúli hefur nostrað við að klippa og hljóðsetja……mynd um „KRÚSER Á RÚNTINUM“, sem kemur öllum í sumargírinn. Fullt var út úr dyrum við sýningu myndarinnar, og vegna fjölda áskorana verður myndin sýnd aftur næsta fimmtudagskvöld (26. febr).

Krúser BARA gaman..í bíóstuði :-) ;-)

Þessa dagana eru að fara í póst þau gögn sem við sendum til félagsmanna um leið og árgjaldið hefur verið innt af hendi. Vorum að bíða eftir að fá miðana úr prentun, en nú er allt klárt…..sem sagt ætti að detta inn um lúguna hjá ykkur næstu daga.
Krúser BARA gaman…ALLTAF

Næsta fimmtudag (19. febr) sýnum við klukkutímalanga mynd sem Skúli Skúlason félagi okkar hefur verið að taka síðastliðin tvö ár. Myndefnið mun heldur betur hita okkur upp fyrir sumarið…..þarna sjáum við Krúser-hópinn í réttu umhverfi….þ.e. úti að rúnta. Stemmningin í algleymingi hvort sem er uppröðun á Höfðabakka, eða á Hörpuplaninu að ógleymdri sýn þegar hópurinn rennir sér niður í miðbæinn.
Þetta er mynd sem ALLIR verða að sjá.

Höfundur-Myndatökur-Hljóð-Klipping…
allt gert af Skúla Skúlasyni. :-)

Well done Skúli :-) :-) :-)

Krúser BARA gaman…ALLTAF á rúntinum