Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Sænski „klassík-bílahittingurinn“ Power Big Meet sem haldin var 7-9 júlí sl. í Västerås, verður á dagskrá hjá Krúser fimmtudagskvöldið 14. júlí.

Krúserfélagarnir Gunnar Ævarsson og Ólafur Traustason skelltu sér á hittinginn vel búnir myndavélum og sjáum við nú afrakstur ferðarinnar þetta kvöld í boði þeirra félaganna.

Power Big Meet  sýning er eitthvað sem flesta hefur dreymt um að sjá….og nú er STÓRA spurninging hvort að ekki sé tímabært að stimpla sig inn 2017…….. fyrst að komnir eru sjálfkjörnir fararstjórar ??????

Myndasýningin hefst kl. 20.00 stundvíslega ……og nú þýðir ekkert að vera að drolla……heldur mæta vel fyrir kl. 20.

www.bigmeet.com

Krúser…BARA very big….ALLTAF :-)

Krúser…ALLTAF GAMAN :-) :-) :-)

Krúser tekur þátt í þessari frábæru stemmningu sem hefur verið ríkjandi á ÍRSKUM DÖGUM á Akranesi undan farin ár.

Akranesbær býður Krúserfélögum að keyra frítt í gengum Hvalfjarðargöngin gegn framvísun Krúser-félagsskírteinis, ásamt veitingum sem verða á boðstólum við athafnasvæði Krúser-félagans Jóns Bjarna Gíslasonar þar sem sýningarsvæði fyrir Krúser verður á sama stað og í fyrra.

Brottför í ferðina verður frá félagsheimili Krúser Höfðabakka 9. Lagt verður af stað kl. 12.00 stundvíslega.

MUNA: Krúser-félagsskírteinin, það eru þau sem gilda sem greiðsla við Hvalfjarðargöngin.

Krúser..BARA gaman…ALLTAF :-) :-)

Krúser..á ÍRSKUM DÖGUM..ALLTAF GAMAN :-) :-) :-)

„STRÁKARNIR HANS SÆVARS“ er ein af mörgum hljómsveitum sem hafa leikið stórt númer á Blúshátíð Reykjavíkur.

Þessi hljómsveit mun troða upp í félagsheimili Krúser fimmtudagskvöldið 23. júní nk. og spila á milli kl. 19.00 og 21.00.

Sem sagt, byrjað snemma og hætt snemma til þess að Krúserhópurinn geti haldið sínum „rúntplönum“ ef veðurspá er góð…hún er alltaf góð :-)

Þessu ætti enginn að missa af, og að mæta snemma er alveg skilyrði…..Taka kvöldið í þetta og njóta sumarsins þegar sólargangur er sem lengstur…….það verður ekki sumarlegra.

Uppskrift að kvöldinu gæti verið svona: :-) Hætta snemma í vinnunni… sækja drossíuna í geymsluna… koma við á góðum hamborgarastað… og vera mættur hjá Krúser kl. 19 á tónleikana… og skella sér svo á rúntinn með öllum hinum félögunum og njóta þess að vera til :-) :-) :-)

Það er um að gera fyrir félaga að taka með sér gesti svo að fleiri getið notið kvöldsins með okkur.

Krúser…ALLTAF gaman…ALLTAF :-)