5. des…þriðjudagur: 🙂
Þá kemur í heimsókn til okkar John D’Agostino sem er þekktur fyrir bílasmíði sína og hönnun undir nafninu
Celebrity Kustoms.

Hann hefur komið í heimsókn nokkrum sinnum og sýnt okkur myndir af því nýjasta sem hann er að gera og frætt okkur um vinnu sína.
Oft er hann með boli og annað til sölu….svo hafið með ykkur klink.

Athugið að þetta er á þriðjudagskvöldi en ekki á fimmtud. eins og okkar dagskrá miðast annars við. 🙂

Ásamt John D’Agostino mun verða vörukynning á bílavörum frá SONAX, en Celebrity Kustoms og Sonax eru í samstarfi víða erlendis.
Hér verður örugglega hægt að gera góð kaup. 🙂

7. des…fimmtudagur: 🙂
Classic Detail.
Þórir Helgason mun vera með vörukynningu á öllu því nýjasta frá Classic Detail vörulínunni. Hér er allt sem þarf til að gera bílinn sem glæsilegastan hvort sem um er að ræða efni eða tæki til verkefnisins.
Jólaafsláttur til Krúserfélaga.
Tilvalið til að setja í jólapakkann hjá bílafólkinu 🙂

14. des….fimmtudagur: 🙂
Jólapakkar fyrir alla í fjölskyldunni… Tómstundahúsið kynnir vörur til tómstunda fyrir alla aldurshópa. Óþarfi að telja upp vöruflokka…ALLIR þekkja Tómstundahúsið.
Jólaafsláttur til Krúserfélaga 🙂

Nú er bara að ……..MUNA AÐ MÆTA.! ! ! 🙂
Krúser…komnir í jólagírinn 🙂 🙂 🙂

Krúser…BARA gaman…ALLTAF 🙂 🙂 🙂

Í lok sumars…….

Eftir frábært „rúntsumar“, sem er nú óðum að taka á sig hauststemmningu hjá okkur Krúserum er okkur efst í huga þakklæti til allra þeirra félaga sem gerðu sumarið að ógleymanlegri stemmningu með frábærri mætingu og jákvæðum félagsanda sem gerði rúntana okkar svona skemmtilega.

Sem sagt „BARA GAMAN“ eins og við viljum hafa það.

Og þegar talað er um hauststemmningu þá er átt við dagskrá sem er á planinu fyrir veturinn fram að þeim tíma sem við bíðum eftir ALLIR…. sem sagt: ….NÆSTA SUMRI !

Haustið byrjaði með Pool-haustmóti sem var vel sótt og urðu sigurvegarar: Gunnar Ævarsson og Pálmar Davíðsson.

Ljósmyndasýning Guðfinns Eiríkssonar er komin á myndaveggina og er þemað „sumarið 2o17“.

Það má geta þess að allar myndirnar á sýningunni eru til sölu og hægt verður að panta á staðnum.

Ýmislegt verður við að vera fram eftir vetri, t.d. kemur John D’ Agostino í heimsókn í byrjun desember og sýnir okkur myndir af nýjustu kustom-bílasmíði sinni og margt annað verður á boðstólum sem sagt verður frá síðar.

Krúser ALLTAF gaman ALLTAF 🙂

Laugardagur 26. ágúst. Flugvéla og bílasýningin sem hefur verið kölluð „Wheels ´n Wings“ verður lokapunkturinn á hátíðarhöldum sem hafa verið kennd við „Í TÚNINU HEIMA“ í Mosfellsbæ og er haldin á Tungubakkaflugvelli.

Mæting á staðinn er kl 11,30.
Kl. 12,00 verður farinn rúntur um nágrennið og munu félagar í Ferguson-félaginu leiða rúntinn og við komum svo í kjölfarið.

Kl. 13,00 verður svo svæðinu lokað fyrir umferð, þannig að viðvera verður til kl. 17,00

Veitingar í boði fyrir þá sem eru með bíla til sýningar.
Félagar í Krúser munu taka þátt í að stjórna umferð um svæðið…sé þess óskað.

Krúser…á fljúgandi ferð…ALLTAF…GAMAN :- 🙂 🙂