Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Krúser-kvöldin hafa verið frábærlega vel sótt í sumar og það sem er af hausti.  Rúnt-kvöldin með yfir 100 bílum í miðbæ Reykjavíkur er vel heppnað framtak félaganna við að gleðja augu gesta borgarinnar (þrátt fyrir lokanir borgaryfirvalda gegn bílaumferð) ásamt því að Krúser-félagarnir hafa sjálfir alltaf jafn gaman af þessu. :-)

Gestafjöldinn sem kemur í heimsókn á fimmtudagskvöldum í félagsheimili Krúser er með eindæmum.. :-) ..oftast fullt hús, enda fallega skreytt félagsheimili og félagsandinn góður. :-)
Svo má nefna að það er margt í boði á fimmtudagskvöldunum,
t.d. frítt kaffi, Pool-borð (endalaust vinsælt), spil og töfl, glymskrattinn (tónlistin ómissandi), bílablöð og bækur í hundraða tali svo að eitthvað sé nefnt….að ógleymdum félögum sem vita allt og ekkert um bíla…. þetta lofar góðu.:-) :-) :-)
Krúser-félagar, endilega takið með ykkur gesti…helst þá sem ekki hafa komið áður og bjóðum þeim að kíkja í kaffi.

Krúser…BARA gaman… ALLTAF :-) :-)

Með því að klikka á „nýjustu myndirnar“ hérna til vinstri á Krúser-síðunni, má sjá mikið safn ljósmynda sem hafa verið teknar undanfarin ár af Krúser-félögum, og sýna þætti úr starfsemi Krúser, menn og bílar hittast. Þetta eru orðnar ca 9000 myndir sem þarna er að finna. Þar má sjá marga fáséða bíla sem sjást alltof sjaldan. Tilvalið að gleyma sér smá stund og skoða myndasafnið og upplifa stemmninguna. :-) :-) :-)
:-) :-) :-) :-) :-) :-) :-) :-) :-)
Krúser..BARA gaman…ALLTAF :-) :-)

Fyrsta Blúskvöld haustsins á vegum Blúsfélags Reykjavíkur verður haldið mánudagskvöldið 5. okt á Rósenberg og hefst kl 21.00
Krúserfélagar….ekki missa af þessu!
Sjá nánar á www.blues.is :-)
Krúser….BARA gaman :-) :-) :-)