Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Jæja, þá er daginn farið að lengja amk í aðra áttina…. og þá segjum við:
ÞAÐ STYTTIST Í VORIÐ ….og ekki seinna vænna en að fara að pumpa í dekk og mæla olíuna :-) sem sagt gera klárt fyrir vor-rúntana. Það eru bara rúmir tveir mánuðir í fyrsta rúnt ársins : „Blús-rúntinn“ sem verður seinnipartinn i mars.

Frábær mæting síðasta fimmtudagskvöld, og verður örugglega ekki síðri í kvöld. Þá hamrar Stefán vöfflujárnið meðan það er heitt og framleiðir aldeilis frábærar vöfflur.
Svo er það getraunin…. Hvaða undirvagn er á gólfinu í félagsheimilinu….verðlaun í boði fyrir rétt svar. :-) :-) :-)

Krúser..BARA gaman….ALLTAF.

Sendum félögum í Krúser og landsmönnum öllum nær og fjær bestu jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða.
Félagsheimili Krúser opnar aftur fimmtudaginn 7. jan. 2016 :-)

Krúser…BARA…gaman… :-) :-) :-)
Styttist í vorið…..gaman gaman :-)

Nú er tilvalið fyrir þá sem eiga eftir að kaupa jólagjafir, að mæta þetta kvöld.
Eins og undanfarin ár hafa þeir bræður í Tómstundahúsinu haldið einskonar 

Jólabasar þetta síðasta opna kvöld í Krúser-heimilinu fyrir jólin, þar sem þeir bjóða félögum sínum í Krúser og gestum þeirra að gera góð kaup fyrir jólin á leikföngum allskonar og öðrum hlutum sem Tómstundahúsið er með í sölu. Jólastemmningin verður allsráðandi þetta kvöld, jólatónlist í græjunum, vöffluilmur alveg út á plan ofl ofl ofl. 

Muna eftir að taka með sér gesti……….

Krúser….BARA….gaman !!! ALLTAF. :) ;) :) :)