Nú þegar dagurinn er farinn að lengjast í aðra áttina þá stefnir þetta hægt og rólega í rétta átt….að vorinu.
Við í Krúserklúbbnum erum svo heppnir að eiga gríðarlega fallegt og skemmtilegt félagsheimili, þar sem allir geta fundið eitthvað skemmtilegt við að vera.
Nú er tilvalið að stytta enn frekar veturinn með því að mæta á fimmtudagskvöldum í Krúser og komast í rétta gírinn.
Met aðsókn hefur verið á fimmtudagskvöldum í allt haust og alltaf fjölgar félögum og gestum hjá okkur.
Töluvert hefur verið um heimsóknir til okkar af fyrirtækjum og félagsstarfsemi ýmiskonar sem hafa komið og kynnt sér klúbbinn og starfsemina og hefur mælst vel fyrir.
Nóg er um að vera, td. hægt að spila pool, lifandi tónlist af og til í vetur, bækur og blöð til að kíkja í…en fyrst og síðast að vera í góðum félagsskap þar sem allir eru jafnir….og allir að bíða eftir því sama…að komast á rúntinn.
Krúser BARA gaman ALLTAF 😀😀😀😀

Jólakveðja😊

Krúser-klúbburinn óskar landsmönnum öllum nær og fjær, til sjávar og sveita gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir ánægjulegar samverustundir á liðnum árum.

…………og nú styttist í vorið!!😎

Eftir frábært sumar fyrir okkur rúntarana, þar sem þátttaka hefur verið alveg einstaklega mikil og eftirminnileg… þá er ekki síður tilhlökkun fyrir haustinu. Það er einmitt sá tími sem sem er hvað skemmtilegastur fyrir þá sem geta notið þess að vera í góðum félagsskap sem státar af því að eiga fallegt félagsheimili. Við erum að tala um FÉLAGSHEIMILI KRUSER.
Þar er allt komið í ævintýralega fallegan búning og nostalgían nýtur þess að kitla okkur. Bílar og fólk í notalegu umhverfi ….endalaus ánægja. Sjón er sögu ríkari.

Við segjum því takk fyrir sumarið….og hlökkum til að njóta haustsins og vetursins saman …og bíðum eftir næsta vori með sól í hjarta. 😎😁😊

KRÚSER ….ALLTAF FLOTTASTIR enda BARA GAMAN 😊
Opið alla fimmtudaga frá kl 19 til 22,30