Nú er um að gera og reyna að sjá björtu hliðarnar á lífinu og tilverunni, þrátt fyrir að við séum ennþá að fást við Covid 19.
Þegar þetta er skrifað (30.nóv) eru ca 3 vikur í að sól fari að hækka á lofti. Ásamt bóluefni sem væntanlega kemur á endanum …þá styttist í vorið með hækkandi sól.😎😎😎
Og þá munum við landsmenn allir sem einn kætast, og lífið fer vonandi að fara í sinn eðlilegan gang.
Bíladellan er samt sem áður ólæknandi og það virkar sennilega ekkert bóluefni á hana.🤗
Nú þurfum við bara að þrauka þetta af okkur.
Starfsemi Krúser liggur þvi niðri áfram eins og verið hefur um tíma, og verður líklega ekki opnað aftur fyrr en á næsta ári. En við munum auglýsa það vel þegar óhætt verður að setja allt í gang aftur😁😎😃

Félagsheimili Krúser verður lokað aftur um tíma vegna Covid…þar til að annað verður ákveðið, Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra öryggi á milli fólks inni í félagsheimilinu.
Hins vegar getum við tekið okkar hefðbundnu rúnta án þess að notast við félagsheimilið.
Mætingar á rúntana verða því á stóra planinu á Höfðabakkanum, og þar sem orðið er áliðið sumars leggjum við til að rúntar hefjist kl 20.
Sumarið er óðum að styttast í annan endann og munum við því senda SMS þegar rúntveður dúkkar upp, óháð því hvort það er fimmtudagur eða ekki.
Við ætlumst til þess að félagar virði 2 metra regluna þar sem við hittumst til þess að taka rúnt.
Krúser ALLTAF gaman ALLTAF 😎😁😊😀😆😆🤗
Höldum áfram að hafa gaman af hobbýinu okkar þrátt fyrir veiru-vesenið….það styttir alltaf upp. 😁😊🤗

Loksins fer að færast líf í landsmenn að nýju eftir langan vetur og Covid 19.

Félagsheimili Krúser verður opnað aftur fimmtudaginn 4. júní eftir að hafa verið lokað um tíma.

Veðurspáin fyrir daginn lofar góðu og það verður örugglega flottur kvöldrúntur hjá okkur.

Krúser….BARA GAMAN….😁😊😍😄😎😎😎😎😎

P.s. við munum hlýða Víði.