Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Þennan fimmtudag ætlar Porsche-klúbburinn að kíkja í heimsókn, eins og þeir gerðu á síðasta sumri og tóku rúntinn með okkur Krúserhópnum. Þeir munu mæta til okkar á Höfðabakka 9 um kl 19,30 og fá sér kaffi og skoða sig um í félagsheimilinu okkar og kannski renna nokkrum kúlum eftir pool-borðinu. Síðan mun allur hópurinn taka rúnt um miðbæinn. Veðurspáin lofar góðu fyrir fimmtudagskvöldið.
Rúnturinn er þannig fyrir þá sem ekki hafa komið áður:
Ekið frá Höfðabakka vestur Miklubraut og ekið upp Barónsstíg að Sundhöllinni, þar sem beðið er á meðan allir safnast saman. Síðan er ekið niður Laugaveginn að Vatnsstíg og farið niður Hverfisgötu að Ingólfsstræti og niður Bankastræti og tekinn hringurinn um miðbæinn beygt hjá Dómkirkjunni og tekinn gamli rúnturinn. Síðan farið út Fríkirkjuveginn og aftur upp að Sundhöllinni og teknir fleiri umferðir eins og menn eru í stuði fyrir. Einnig er tilvalið að renna niður Skólavörðustíginn til þess að breyta aðeins til.
Þetta snýst þó bara um að „HAFA GAMAN AF ÞESSU“, eins og allir sem eru staddir í miðbæ Reykjavíkur hafa. Við sjáum ekkert nema bros og myndavélablossa þegar við mætum í bæinn.

Krúser BARA brosandi….BARA gaman

Loksins er komið að árlegum skoðunardegi hjá Krúser, fimmtudaginn 7. maí og verður skoðað frá kl 17.00. Eingöngu verða skoðaðir bílar sem teljast vera fornbílar (25 ára og eldri). Skoðunun fer fram eins og undanfarin ár hjá Aðalskoðun í Helluhrauni Hafnarfirði. Verð fyrir skoðununa er kr. 2500.-
Vinsamlegast mætið tímanlega til þess að þessi skoðunin dragist ekki fram á kvöld.
Eftir skoðun förum við upp á Höfðabakka og hittum félaga okkar sem ekki þurftu að láta skoða þetta árið, og tökum svo góðan rúnt um miðbæinn eins og Krúser er þekktur fyrir…..að gera lífið skemmtilegra.

:-) :-) :-)
Krúser ALLTAF skemmtilegir…

Þá er vel heppnuð Blúshátíð afstaðin, og nú tekur við biðin eftir sumrinu.

En það er ýmislegt sem við þurfum að huga að á meðan við bíðum…..td. að gera bílinn kláran fyrir skoðunardaginn sem verður einhvern „góðviðrisdag“ í maí nánar um það síðar.

Búið er að gera nýjan og betri samning við N1.
Ath. að nú reiknast afslættir frá sjálfsafgreiðsludælu. Samningurinn er þegar kominn í gagnið….svo nú er bara að skella sér á N1 og fylla á tankinn. Afsláttarkjörin verða EKKI auglýst nánar.

Þeir sem eiga enn eftir að greiða árgjaldið fyrir 2015 er bent á að drífa sig að klára það fyrir lok apríl. Eftir það má búast við að öll kjör sem við höfum í dag verði felld niður hjá þeim sem ekki hafa greitt fyrir 1. maí. Gjaldið fyrir 2015 er kr. 3500.-

Krúser BARA gaman. ..ALLTAF kátir :-)