Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Krúser-félagar hópast á morgun upp á Akranes, til þess að taka þátt í hátíðarhöldum vegna Írskra daga. Heimamenn og konur bjóða Krúserfélögum upp á pizzuveislu og frítt í göngin fyrir þá sem mæta.
Brottför frá Krúserheimilinu á Höfðabakka verður kl. 12.00
Miðar í göng afhentir við brottför.

Krúser BARA gaman :-) :-) :-) ….osfrv………………………….. :-)

Starfsfólki hjá Aðalskoðun er boðið í heimsókn í nýja félagsheimili Krúser í dag. Heimsóknin er hugsuð til þess að styrkja enn frekar, og þakka fyrir gott samstarf sem hefur verið undanfarin ár á milli Krúserklúbbsins og Aðalskoðunar. Gestirnir munu koma strax eftir að vinnudegi líkur sem er um kl 17 í dag og þiggja léttar veitingar.
Síðar í kvöld mun stjórn Bílaklúbbs Vesturlands koma í heimsókn og undirbúa okkur undir Írska daga sem við höfum mætt á undanfarin ár. Írskir dagar eru haldnir hátíðlegir fyrstu helgina í júlí. (Nánar síðar)

Krúser BARA léttir :-) BARA gaman :-)

Krúser er með hefðbundna dagskrá á 17. júní. : Mæting er við Háskólann í Rvk úti í Nauthólsvík kl 11.-
Brottför þaðan er áætluð um kl. 12.-
Ekið í lögreglufylgd niður Laugaveg og Bankastræti. Vinstri beygja inn Lækjargötu að Tjarnarbrúnni, þar sem við leggjum bílunum við Hljómskálagarðinn að ofanverðu eins og undanfarin ár. Þar verða bílarnir til sýnis fram eftir degi. Hið magnaða Krúser-band ver’ur með í för og spilar eins og þeim einum er lagið. Mætum nú hressilega og fyllum Tjarnarbrúna af flottum klassískum bílum sem allir hafa gaman af að skoða.
Krúser BARA gaman…………….. :-)