Ef allt væri í eðlilegu ástandi í heiminum…þá værum við félagarnir í Krúser farnir að undirbúa okkur fyrir það sem við köllum „vorboðann ljúfa“ fyrsta rúnt ársins  þ.e. Blúsrúntinn sem var á áætlun 4.apr. þar sem við höfum tekið þátt í árlegri setningu Blúshátíðar alveg síðan 2009, en henni seinkar eitthvað en verður væntanlega á dagskrá síðar.
Við verðum þess vegna bara að bíða eftir að þetta veiru-vesen gangi yfir og lífið fari aftur í normal ástand.

Við segjum bara eins og Raggi Bjarna;
„það styttir alltaf upp og lygnir“.

það þarf enginn að láta sér leiðast í sóttkví eða samkomubanni, því nóg er til af myndefni á síðunni okkar til þess að gleyma stað og stund. Góða skemmtun.

Krúser….BARA…gaman…ALLTAF😁😊

Tilkynning vegna COVID-19

Félagsheimili KRÚSER verður lokað um sinn. Félagsmenn vilja með því sýna samfélagslega ábyrgð vegna Kórónuveirunnar COVID-19 og minnka með því möguleika á dreyfingu smits. Nokkur hundruð manns koma saman á fimmtudagskvöldum á mánuði hverjum og einhverjir eru með undirliggjandii sjúkdóma og aðrir ekki, og þykir okkur ekki réttlætanlegt að halda svona stóra hittinga á meðan óvissa ríkir um aukna smithættu veirunnar.

Nú þegar dagurinn er farinn að lengjast í aðra áttina þá stefnir þetta hægt og rólega í rétta átt….að vorinu.
Við í Krúserklúbbnum erum svo heppnir að eiga gríðarlega fallegt og skemmtilegt félagsheimili, þar sem allir geta fundið eitthvað skemmtilegt við að vera.
Nú er tilvalið að stytta enn frekar veturinn með því að mæta á fimmtudagskvöldum í Krúser og komast í rétta gírinn.
Met aðsókn hefur verið á fimmtudagskvöldum í allt haust og alltaf fjölgar félögum og gestum hjá okkur.
Töluvert hefur verið um heimsóknir til okkar af fyrirtækjum og félagsstarfsemi ýmiskonar sem hafa komið og kynnt sér klúbbinn og starfsemina og hefur mælst vel fyrir.
Nóg er um að vera, td. hægt að spila pool, lifandi tónlist af og til í vetur, bækur og blöð til að kíkja í…en fyrst og síðast að vera í góðum félagsskap þar sem allir eru jafnir….og allir að bíða eftir því sama…að komast á rúntinn.
Krúser BARA gaman ALLTAF 😀😀😀😀