Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

„STRÁKARNIR HANS SÆVARS“ er ein af mörgum hljómsveitum sem hafa leikið stórt númer á Blúshátíð Reykjavíkur.

Þessi hljómsveit mun troða upp í félagsheimili Krúser fimmtudagskvöldið 23. júní nk. og spila á milli kl. 19.00 og 21.00.

Sem sagt, byrjað snemma og hætt snemma til þess að Krúserhópurinn geti haldið sínum „rúntplönum“ ef veðurspá er góð…hún er alltaf góð :-)

Þessu ætti enginn að missa af, og að mæta snemma er alveg skilyrði…..Taka kvöldið í þetta og njóta sumarsins þegar sólargangur er sem lengstur…….það verður ekki sumarlegra.

Uppskrift að kvöldinu gæti verið svona: :-) Hætta snemma í vinnunni… sækja drossíuna í geymsluna… koma við á góðum hamborgarastað… og vera mættur hjá Krúser kl. 19 á tónleikana… og skella sér svo á rúntinn með öllum hinum félögunum og njóta þess að vera til :-) :-) :-)

Það er um að gera fyrir félaga að taka með sér gesti svo að fleiri getið notið kvöldsins með okkur.

Krúser…ALLTAF gaman…ALLTAF :-)

Þjóðhátíðarakstur: Mæting kl. 11,30 á plani rétt víð Háskólann í Reykjavík (Nauthólsvegi)eins og undanfarin ár.

Brottför þaðan í lögreglufylgd kl. 12,20 stundvíslega.

Ekið niður Laugaveg og endað með uppröðun á bílum á Skothúsvegi (Tjarnarbrúnni).
Viðvera þar til kl. 16,00.

Mæta svo hress og hressilega….það er nú bara einu sinni á ári sem er 17. júní :-) :-) :-) :-) :-)

Krúser…BARA gaman..ALLTAF gaman:-)

Í kvöld, fimmtudaginn 2.júní ætlum við að hafa til sýnis og sölu gullfallegan og eigulegan bíl:

Ford Fairline 500 árg 1957. 4 dyra hardtop, tvílitur mjög fallegur.

Mæta bara með klinkið í vasanum….
að bíða er sama og að tapa…
þessi bíll fer fljótt.

Veðurspáin er aaaalllveg að koma sól sól :-) :-) sól sól :-) :-) alveg full ástæða til þess að mæta og skella sér á rúntinn þó að hann sé sundurgrafinn og tættur eins og borgarstjórinn….við látum ekkert stoppa okkur í að hafa gaman af þessu og gleðja aðra með nærveru okkar :-) :-) :-) :-) :-) :-) :-) :-)

Krúser.. BARA.. gaman…ALLAF :-) :-)