Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Öllum þeim sem tóku þátt í laugardagsrúntinum í tengslum við setningu Blúshátíðar 2014, er boðið á tónleikana í kvöld miðv.d 16.apr. Tónleikarnir eru á Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut og hefjast kl 20.00 Nauðsynlegt er að koma í „Blúsbræðra-búningnum“. Sér borðhald verður fyrir „Blús-bræðurna“, sem hefst kl 19,00 stundvíslega. Þá verður boðið upp á Krúserborgara og kók á 1500.-
Hattar og gleraugu verða á staðnum.

Þessu má enginn missa af. Þessir tveir heiðursmenn og bíladellukallar ætla að heiðra Krúserfélagana með nærveru sinni í kvöld (15.apr) frá kl 20.00. Nú er alveg skyldumæting, hvort sem mæta á drossíunni eða ekki…bara að mæta. Þetta eru vel þekkt nöfn á heimsvísu í bílahobbýinu, svo að það verður gaman að sýna þeim hvað við eigum til af flottum bílum…………….sjá má meira um þá félagana á facebook síðu okkar.

Krúser BARA æðislegir……….. :-)

Blúshátíð….

Á morgun (laugardaginn 12. apr) tökum við Krúserar þátt í setningu Blúshátíðar, eins og undan farin ár.
Blúsbræðra stemningin í hávegum höfð, hattarnir og sólgleraugun hvít skyrta og lakkrísbindið. Brottför frá Höfðabakka kl 12,30 (á nýja staðinn) . Gott að mæta tímanlega til að skreyta bíla og mannskapinn. Viðvera á Skólavörðustíg til kl 16.Veðurspáin lofar þurru veðri svo að við mætum hressilega !!!!!!! Þeim sem taka þátt í keyrslunni er síðan boðið á tónleika á Nordica nk miðvikudagskvöld, og þá VERÐA menn að mæta í Blúsbræðradressinu. p.s. Blúsbræðramyndin í sjónvarpinu í kvöld.

Krúser ALLTAF hressilegir….Krúser BARA gaman :-)