Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Það verður væntanlega stuð og stemmning í kvöld í þessu frábæra rúnt-veðri :-)
Krúser-BARA gaman :-) :-) :-) :-)

Nú verður stuð á Skólavörðustígnum næsta laugardag (16.ágúst). Eftir vel heppnaðan dag á Skólav.stíg við setningu Blús-hátíðarinnar um páskana sl, er eindregið óskað eftir þátttöku Krúser-klúbbsins í þessari athöfn. Bílunum verður stillt upp við Hallgrímskirkju. Brottför frá Höfðabakka kl. 13.00
Krúser…BARA gaman..gott í gogginn :-) :-) :-)

Fjölskylduhátíðin í Vogum á Vatnsleysuströnd verður haldin helgina 15-17 ágúst. Krúser-félagar hefa sett svip sinn á þessa hátíð undanfarin ár. Dagskrá hátíðarinnar má lesa á heimasíðu þeirra: www.vogar.is
Við munum mæta laugardaginn 16. ág.
og brottför frá Höfðabakka verður kl 12,30 stundvíslega. Við munum keyra gamla veginn meðfram Vatnsleysuströndinni til Voga. Þar verður farinn hópakstur í gegnum bæinn og bílunum stillt upp til sýningar á túninu góða eins og verið hefur. Kaffi og kökur fyrir alla :-)
Krúser….BARA gaman :-) :-) :-)