Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Í kvöld sýnum við gullfallegan Buick Riviera 1969 sem er búinn að vera hérlendis í nokkur ár. Jafnframt má geta þess að bifreiðin er til sölu, svo að nú er um að gera að koma með klinkið og kaupa djásnið. Ef menn muna ekki alveg hvernig Rivieran frá 1969 lítur út………þá er þetta eitt af flottustu fastback-bodyum sem framleidd hafa verið, að öllum hinum ólöstuðum.

Krúser…BARA….gaman
Krúser..á..Rivierunni..gaman gaman
:-) Alltaf gaman :-)

Inni á gólfi í Krúser stendur nú, nýkominn frá Florida Ford Tudor 1929 sem er á leið í uppgerð og fær að standa inni hjá okkur aðeins í kvöld.

Ford Consulinn sem var auglýstur síðasta fimnmtudag er enn óseldur….

Bjúkkinn sem við sögðum að myndi vera inni í kvöld, verður ekki þar sem tilboð eru komin í hann.

Á skjánum munum við sýna þáttaröð um Þjóðveg 66, þetta eru fimm þættir sem verða sýndir næstu fimmtudagskvöld.

Birgir og Björn Kristinssynir eru í óða önn að skipta út ljósmyndum á veggjunum hjá okkur… þetta eru myndir frá sl sumri sem þeir bræðurnir eru höfundar að….glæsilegar að vanda.

Krúser…BARA gaman :-) :-) :-) :-)

Til sölu í kvöld (29.okt) sjaldséður bíll í flottu ástandi, Ford Consul árgerð 1962. Rauður með hvítan topp.

Bíllinn á að seljast í kvöld…… ásett verð er kr 950.þúsund, en svo má alltaf reyna að prútta. Um að gera að mæta með aurinn í vasanum og klára dæmið :-) :-) :-)

Það hefur gengið vel að selja þá bíla sem við höfum stillt upp hjá okkur.

Næsta fimmtudag (5.nóv) munum við vera með einstaklega fallegt eintak af Buick Lesabre til sýnis og sölu. Ekki missa af honum.

Krúser BARA gaman….ALLTAF :-) :-)