Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Kvöldrúntur í Kjósina :-)

Á morgun, miðvikudaginn 30. júlí er fyrirhugað að taka krús í Kjósina. Hamborgaratilboð fyrir þá sem vilja, eða kaffi og kökur í kvöldsólinni. Brottför frá félagsheimili Krúser Höfðabakka 9 kl. 19.00 (klukkan 7.00).
Krúser BARA gaman :-) :-)

Krúser-félagar hópast á morgun upp á Akranes, til þess að taka þátt í hátíðarhöldum vegna Írskra daga. Heimamenn og konur bjóða Krúserfélögum upp á pizzuveislu og frítt í göngin fyrir þá sem mæta.
Brottför frá Krúserheimilinu á Höfðabakka verður kl. 12.00
Miðar í göng afhentir við brottför.

Krúser BARA gaman :-) :-) :-) ….osfrv………………………….. :-)

Starfsfólki hjá Aðalskoðun er boðið í heimsókn í nýja félagsheimili Krúser í dag. Heimsóknin er hugsuð til þess að styrkja enn frekar, og þakka fyrir gott samstarf sem hefur verið undanfarin ár á milli Krúserklúbbsins og Aðalskoðunar. Gestirnir munu koma strax eftir að vinnudegi líkur sem er um kl 17 í dag og þiggja léttar veitingar.
Síðar í kvöld mun stjórn Bílaklúbbs Vesturlands koma í heimsókn og undirbúa okkur undir Írska daga sem við höfum mætt á undanfarin ár. Írskir dagar eru haldnir hátíðlegir fyrstu helgina í júlí. (Nánar síðar)

Krúser BARA léttir :-) BARA gaman :-)