Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Næsta fimmtudagskvöld (30. júlí) munum við bjóða gestum og gangandi að kíkja á hinn glæsilega Lincoln Premier Landau, árg. 1957 sem verður á staðnum. Bíllinn er allur hinn glæsilegasti og sérstaklega þar sem bíllinn virðist vera óuppgerður og er samt sem nýr að flestu leiti. Margir misstu af síðasta fimmtudagskvöldi og hafa haft samband, þannig að ákveðið var að hafa bílinn áfram til 30. júlí.

Nú ættu einhverjir að gleðjast, því að eigandi bílsins lét hafa það eftir sér að hann væri falur. Verðið er 4.990.000.-

Eigulegurbíll í fornbílasafnið!

 “ Tækifærið er NÚNA “

Svo nú er bara að taka veskið með :-)

Krúser BARA gaman….ALLTAF gaman :-)

Fimmtudagur 23. júlí……………
Í kvöld sýnum við bíl sem fáir hafa séð til þessa, en er þó búinn að vera í nokkur ár hérlendis.
Þetta er Lincoln 1957 árg. Svartur með ljósum topp…í topp lagi. Ekki missa ef þessum.

p.s. það verður örugglega fínt rúntveður í kvöld…sól sól sól sól
sól sól sól………………

Krúser BARA gaman…ALLTAF….. :-)

Næsta laugardag (11. júlí) munum við aka austur á Stokkseyri og taka þátt í skemmtidagskrá (með bílauppstillingu) sem Stokkseyringar munu standa fyrir.
Veitingar verða í boði fyrir okkur félagana.
Hópakstur frá Höfðabakka kl 12.00 á hádegi. Ekið verður Þrengslin og tekið verður á móti okkur við vegamótin við Stokkseyri og við lóðsaðir að áfangastað.
Viðvera á milli kl 13 og 17, en auðvitað er mönnum frjálst að fara fyrr heim ef þeir þurfa.

Sól Sól Sól og aftur sól :-) :-)
Krúser BARA gaman….úti að keyra.. :-) ..ALLTAF GAMAN :-)