Kæru félagar og aðrir landsmenn!!!

Loksins er komið að því að opna félagsheimili KRÚSER eftir langvarandi lokunar -vesen, vegna Covid 19.

Svo að nú hleypum við bíladellunni lausri og njótum þess að geta komið saman að nýju.
😊😊😊😊
Félagsheimilið er í topp standi eftir breytingar og verður gaman að njóta þess.😋😍😊

Næsta fimmtudag 1, júlí munum við svo opna.🤗🤗🤗

Tökum kvöldið snemma, borðum kvöldmatinn hjá Kruser.
Hamborgarabíllinn frá TASTY verður á staðnum frá kl. 18.
👍👍👍
Næsta laugardag ( 3.júlí) verður farið á Irska daga á Akranesi.
Brottför frá Höfðabakka kl 13,00

KRÚSER…ALLTAF…GAMAN😁😊🤗😍😎😂🤣😃😄😆

Og nú njótum við lífsins ❤❤❤👍

Kæru Krúserfélagar.

Aðalskoðun og Krúser hafa ákveðið að bjóða félögum Krúser að hafa skoðunartímabil fyrir fornbíla í staðinn fyrir einn skoðunardag eins og verið hefur.

Þetta tímabil hefst þriðjudaginn 8. Júní og stendur til og með 30. Júní.
Þetta gildir eins og áður aðeins fyrir fornbíla félagsmanna.

Með þessari breytingu geta menn nú valið á hvaða skoðunarstöð Aðalskoðunar þeir vilja fara á og á hvaða degi sem hentar innan þessa tímaramma.

Eftirtaldar skoðunarstöðvar eru opnar mánud-föstudaga frá kl 8 til 16. ;

Grjótháls 10 Reykjavík
Helluhraun 4 Hafnarfirði
Skeifan 5 Reykjavík
Skemmuvegur 6 Kópavogi
Njarðarbraut 11a Reykjanesbæ

Með þessari tilhögun ættu allir að geta mætt, og vegna samkomutakmarkana verður þetta betra svona.
Þá dreifist hópurinn á fleiri staði og á fleiri daga.
Vonum að þetta falli félögunum vel🤗🤗🤗

MUNA GILT FÉLAGSSKÍRTEINI (21)

Verð fyrir skoðun er AÐEINS 2800.-😀😁😊

KRÚSER OG AÐALSKOÐUN….FLOTT TVENNA 😁

Skoðunardagur 2021…

Jæja þetta mjakast hægt og rólega.

Skoðunardagur fyrir fornbíla Krúser-meðlima verður haldinn fyrstu dagana í júní nk.
Nánari dagsetning síðar, og verður þá sent sms til félagsmanna þegar dagurinn hefur verið endanlega ákveðinn.

Aðalskoðun og Krúser hafa verið i fararbroddi að bjóða lágt skoðunargjald til Krúser-félaga, og er það einnig nú.
Skoðunargjald í ár fyrir FORNBÍLINN (25 ára) er því aðeins kr. 2.800 fyrir félagsmenn Krúser.

Það má líka minna á að „sér Krúserverð“ fá allir félagsmenn þegar þeir fara með HEIMILISBÍLINN í skoðun hjá Aðalskoðun.

Þetta sérverð veitir 50% afslátt af skoðunargjaldinu.

Þennan afsláttarmiða fá allir félagsmenn sendan i pósti þegar þeir hafa greitt félagsgjald til Krúser.

Árgjaldið hjá KRÚSER er aðeins kr. 5.000

KRÚSER ALLTAF FLOTTASTIR😁

KRÚSER LAAAAAANG FLOTTASTIR😎😎😎😎😎
það græða allir á því að ganga í KRÚSER…..😍😍