Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Eins og undanfarin ár munum við mæta á hátíðina ÍRSKIR DAGAR á Akranesi, laugardaginn 4. júlí 2015.
Mæting á Höfðabakkann kl 12 á hádegi.
Farinn verður hópakstur þaðan kl 12,30. ATH. Sýna þarf gilt Krúser-félagsskírteini við göngin, og mun það teljast fullgild greiðsla fyrir hvern bíl.

Krúser….BARA gaman….ALLTAF :-)

Eins og undanfarin ár verður ekið frá plani Háskólans í Reykjavík við Nauthólsveg. Mæting þar er kl 11.00 og verður keyrt þaðan kl 12.00 í fylgd lögreglu. Að venju verður ekið niður Laugarveg og út Lækjargötu. Bílunum verður síðan lagt á Tjarnarbrú til sýnis. Viðvera þar er til kl. 16.00

17. júní = Sól eða rigning….skiptir ekki máli..VIÐ MÆTUM :-)

Krúser BARA gaman ALLTAF :-) :-)

Þennan fimmtudag ætlar Porsche-klúbburinn að kíkja í heimsókn, eins og þeir gerðu á síðasta sumri og tóku rúntinn með okkur Krúserhópnum. Þeir munu mæta til okkar á Höfðabakka 9 um kl 19,30 og fá sér kaffi og skoða sig um í félagsheimilinu okkar og kannski renna nokkrum kúlum eftir pool-borðinu. Síðan mun allur hópurinn taka rúnt um miðbæinn. Veðurspáin lofar góðu fyrir fimmtudagskvöldið.
Rúnturinn er þannig fyrir þá sem ekki hafa komið áður:
Ekið frá Höfðabakka vestur Miklubraut og ekið upp Barónsstíg að Sundhöllinni, þar sem beðið er á meðan allir safnast saman. Síðan er ekið niður Laugaveginn að Vatnsstíg og farið niður Hverfisgötu að Ingólfsstræti og niður Bankastræti og tekinn hringurinn um miðbæinn beygt hjá Dómkirkjunni og tekinn gamli rúnturinn. Síðan farið út Fríkirkjuveginn og aftur upp að Sundhöllinni og teknir fleiri umferðir eins og menn eru í stuði fyrir. Einnig er tilvalið að renna niður Skólavörðustíginn til þess að breyta aðeins til.
Þetta snýst þó bara um að „HAFA GAMAN AF ÞESSU“, eins og allir sem eru staddir í miðbæ Reykjavíkur hafa. Við sjáum ekkert nema bros og myndavélablossa þegar við mætum í bæinn.

Krúser BARA brosandi….BARA gaman