Hratt flýgur sumarið…
Næsta fimmtudagskvöld (23.ágúst) munum við heimsækja Mosfellsbæ og taka þátt í skemmtilegri hátíðardagskrá sem heitir „Í túninu heima“.
Við munum aka í gegnum byggðina og enda rúntinn á plani fyrir framan Kjarnann, þar sem bílunum verður stillt upp til sýningar. Skorum á alla þá sem eiga fornbíla að mæta með okkur, og sérstaklega ykkur sem búa í Mosfellsbæ.
Sjá nánar: mosfellingur.is
Brottför frá Höfðabakka kl. 20.00 stundvíslega.
Krúser…ALLTAF.. gaman 🙂

Takk fyrir veturinn kæru félagar, og gleðilegt sumar. 🙂
Þá er veturinn loksins að sleppa takinu og betra bílaveður tekur völdin :-).
En það væsti ekki um okkur Krúser-félagana í vetur við ýmislegt sem stytti okkur stundir í félagsheimilinu okkar á Höfðabakkanum.
Má þar m.a. nefna að haldin vour tvö pool-mót, það var pílukastkeppni, blústónleikar, bílar til sýnis ofl. ofl. Þátttaka okkar í setningarathöfn Blúshátíðar í Reykjavík hefur verið sérlega skemmtilegur viðburður og hefur verið árlegt tilhlökkunarefni frá 2009 þegar samvinna Krúser og Blúsfélagsins hófst. 🙂 🙂 🙂

En…….. nú er sumarið komið og við ætlum að njóta þess eins og hægt er.
Sumardagurinn fyrsti:
Við hefjum sumarið á tónleikum…. „Blúsvinir Díönu“ koma okkur í krús-gírinn og hefjast tónleikarnir kl 20, svo að nú er um að gera að drífa sig í sumarfílinginn 🙂

Mætingar á fimmtudagskvöldum hafa aldrei verið meiri, og stemmningin frábær enda alltaf eitthvað um að vera þó að það sé ekki auglýst sérstaklega. Bara að mæta.:-)
Og enn og aftur ………TAKK FYRIR ÁNÆGJULEGA SAMVERU Í VETUR…… 🙂 🙂 🙂

Krúser BARA gaman ALLTAF 🙂 🙂 🙂

Nú eru bara tveir mánuðir í að fyrsti rúntur ársins verði tekinn….því að seinnipart í mars er „blúsrúnturinn“ sem við köllum svo, og tengist Blúshátíð í Reykjavík sem er haldin á þessum tíma árlega.

Þetta verður tíunda árið sem að Krúserklúbbs-félagarnir taka þátt í setningu hátíðarinnar.

Til þess að koma okkur í smá blúsfíling, ætla félagarnir og gítarsnillingarnir þeir Halldór Bragason og Tryggvi Hübner að slá á létta gítarstrengi í félagsheimili Krúser fimmtudagskvöldið 18. jan 2018.
Þeir koma til með að hefja leikinn ….ca. kl. 20,30.

Þessu ætti enginn að missa af.
Allir velkomnir.:-)
Krúser…ALLTAF…gaman….ALLTAF 🙂 🙂