Vefur Krúser félags áhugamanna um akstur og bíla

Þá er vel heppnuð Blúshátíð afstaðin, og nú tekur við biðin eftir sumrinu.

En það er ýmislegt sem við þurfum að huga að á meðan við bíðum…..td. að gera bílinn kláran fyrir skoðunardaginn sem verður einhvern „góðviðrisdag“ í maí nánar um það síðar.

Búið er að gera nýjan og betri samning við N1.
Ath. að nú reiknast afslættir frá sjálfsafgreiðsludælu. Samningurinn er þegar kominn í gagnið….svo nú er bara að skella sér á N1 og fylla á tankinn. Afsláttarkjörin verða EKKI auglýst nánar.

Þeir sem eiga enn eftir að greiða árgjaldið fyrir 2015 er bent á að drífa sig að klára það fyrir lok apríl. Eftir það má búast við að öll kjör sem við höfum í dag verði felld niður hjá þeim sem ekki hafa greitt fyrir 1. maí. Gjaldið fyrir 2015 er kr. 3500.-

Krúser BARA gaman. ..ALLTAF kátir :-)

Lokaundirbúningur fyrir Blúsdaginn verður í kvöld. Þá verður farið yfir tímaplön og annan undirbúning. Veðurspá fyrir laugardaginn er fín.
Höfuðpaur Blúsdagsins, Halldór Bragason verður með okkur í kvöld.
Krúser..BARA..gaman…ALLTAF :-) :-)

Nú fer að styttast í að fyrsti rúnturinn detti á, því að þann 28. mars er dagurinn sem við erum að bíða eftir. Það er þann dag sem „BLÚSHÁTÍÐIN“ er sett.
Krúser-klúbburinn hefur sett mark sitt á hátíðina með þátttöku við setningu hennar.
„Blúsbræðra-deild“ Krúser mun mæta á drossíum sínum niður á Skólavörðustíg og dvelja þar frá kl. 13 til kl. 16, en Þar verður hátíðin sett með viðhöfn.

Þeir sem ætla að taka þátt í akstrinum þann 28.nk verða að skrá sig til þátttöku. Skráning er þegar hafin í félagsheimili Krúser.
Óskað er eftir að menn skrái sig sem fyrst, til þess að allt skipulag varðandi atburðinn verði sem auðveldast.
Krúser…BARA gaman…ALLTAF :-)