• Gakktu í klúbbinn
  • Viðburðir
  • Veður
  • Um Krúser
  • Myndir
  • KrúsTube
  • Spjallið
  • Forsíða

Nýjustu myndirnar

  • Ford Customline Victoria ´56Chevrolet Camaro SS ´67Oldmobile Super 88 ´58Ford Mustang Mach-1 S-Code ´69Krúserhópurinn á flickr

Vinir okkar

    • Bílaklúbbur Akureyrar
    • Blúsfélag Reykjavíkur
    • Camaro.is
    • Íslenski Cadillac Klúbburinn
    • Íslenski Mustang klúbburinn
    • Kvartmíluklúbburinn
    • Lögreglan
    • Mercedes-Benz klúbburinn
    • Vátryggingafélag Íslands

Facebook síða krúser

  • Opna facebook síðuna

Fornbílaskoðun 2022 Krúser-Aðalskoðun 😊

5 maí, 2022 eftir ek

Skoðunartímabil fyrir fornbíla Krúser félaga þetta árið verður sem hér segir:

Tímabilið hefst frá og með 16.maí og síðasti dagur verður mánuði síðar, eða 16.júní.

Meðlimum Krúser er þvi heimilt að fara á hvaða skoðunarstöð Aðalskoðunar sem er alla virka daga og á hvaða tíma dagsins sem er á þessu tímabili( 16/5-16/6).

Heimasíða Aðalskoðunar segir nánar til um opnunartíma skoðunarstöðva á landsbyggðinni.

Skoðunargjald fyrir hvern fornbíl er kr. 2900.-

Meðlimir þurfa að framvísa gildu félagsskírteini með „22“ miða á, sem sýnir að viðkomandi hefur greitt félagsgjald sitt í Krúser.

Hvetjum alla til að hafa þetta á hreinu ef einhverjir eiga enn eftir að greiða, að gera það sem allra fyrst svo að þeir séu komnir með allt í hendurnar tímanlega.

☺☺☺☺☺☺☺☺☺☺

ATH::: vegna breytinga a skráningarformi hjá Samgöngustofu, hefur orðið tilfærsla á skoðunarstöðu á nokkrum bílum. ( færast til á milli ára ).
Við hvetjum alla sem telja að þeir eigi að mæta í skoðun á þessu ári að kanna stöðuna með sinn bíl, með því að fara inn á heimasíðu    www.samgongustofa.is   og slá inn bílnúmer viðkomandi bíls. Þar kemur greinilega fram hvaða ár á að færa bílinn til skoðunar óháð skoðunarmiðanum sem er á bílnum.

KRÚSER BARA GAMAN…….ALLTAF 😀😊🤗

Það er greinilega komið…. SUMAR😎😎😎😎😎😎😎

Sent inn í Fréttir | engin ummæli