• Gakktu í klúbbinn
  • Viðburðir
  • Veður
  • Um Krúser
  • Myndir
  • KrúsTube
  • Spjallið
  • Forsíða

Nýjustu myndirnar

  • Ford Customline Victoria ´56Chevrolet Camaro SS ´67Oldmobile Super 88 ´58Ford Mustang Mach-1 S-Code ´69Krúserhópurinn á flickr

Vinir okkar

    • Bílaklúbbur Akureyrar
    • Blúsfélag Reykjavíkur
    • Camaro.is
    • Íslenski Cadillac Klúbburinn
    • Íslenski Mustang klúbburinn
    • Kvartmíluklúbburinn
    • Lögreglan
    • Mercedes-Benz klúbburinn
    • Vátryggingafélag Íslands

Facebook síða krúser

  • Opna facebook síðuna

Skoðunardagar 8. – 30. júní😍😎😎😎😎😎

7 júní, 2021 eftir ek

Kæru Krúserfélagar.

Aðalskoðun og Krúser hafa ákveðið að bjóða félögum Krúser að hafa skoðunartímabil fyrir fornbíla í staðinn fyrir einn skoðunardag eins og verið hefur.

Þetta tímabil hefst þriðjudaginn 8. Júní og stendur til og með 30. Júní.
Þetta gildir eins og áður aðeins fyrir fornbíla félagsmanna.

Með þessari breytingu geta menn nú valið á hvaða skoðunarstöð Aðalskoðunar þeir vilja fara á og á hvaða degi sem hentar innan þessa tímaramma.

Eftirtaldar skoðunarstöðvar eru opnar mánud-föstudaga frá kl 8 til 16. ;

Grjótháls 10 Reykjavík
Helluhraun 4 Hafnarfirði
Skeifan 5 Reykjavík
Skemmuvegur 6 Kópavogi
Njarðarbraut 11a Reykjanesbæ

Með þessari tilhögun ættu allir að geta mætt, og vegna samkomutakmarkana verður þetta betra svona.
Þá dreifist hópurinn á fleiri staði og á fleiri daga.
Vonum að þetta falli félögunum vel🤗🤗🤗

MUNA GILT FÉLAGSSKÍRTEINI (21)

Verð fyrir skoðun er AÐEINS 2800.-😀😁😊

KRÚSER OG AÐALSKOÐUN….FLOTT TVENNA 😁

Sent inn í Fréttir | engin ummæli