• Gakktu í klúbbinn
  • Viðburðir
  • Veður
  • Um Krúser
  • Myndir
  • KrúsTube
  • Spjallið
  • Forsíða

Nýjustu myndirnar

  • Cadillac Eldorado ´73Plymouth Fury ´59Plymouth Barracuda ´69Plymouth Barracuda ´69Krúserhópurinn á flickr

Vinir okkar

    • Bílaklúbbur Akureyrar
    • Blúsfélag Reykjavíkur
    • Camaro.is
    • Íslenski Cadillac Klúbburinn
    • Íslenski Mustang klúbburinn
    • Kvartmíluklúbburinn
    • Lögreglan
    • Mercedes-Benz klúbburinn
    • Vátryggingafélag Íslands

Fimmtudagurinn 7. maí……….rúntur 😁😁😁

7 maí, 2020 eftir ek

Nú stefnum við á að taka fyrsta rúnt ársins í kvöld, þ.e. fimmtudaginn 7. maí.

Tökum kvöldið frekar snemma og ökum þess vegna frá Höfðabakka kl. 19,30.

Mæting er á efra planið á Höfðabakkanum, þar sem planið er vítt til allra hliða og enginn þarf að vera of nálægt öðrum.
Tveggja metra reglan verður höfð í heiðri.

Við ætlum að hafa félagsheimilið lokað áfram ….sennilega til næstu mánaðarmóta….en við getum þó tekið rúnta samt sem áður, enda erum við í hálfgerðri einangrun hver í sinni drossíu í halarófu.

Að þessu sinni er EKKI ætlunin að enda rúntinn á Hörpuplaninu eins og við erum vanir að gera.

Það er gert til þess að efna ekki til fjöldasamkomu og auka þar með smithættu á meðal áhugafólks um fallega bíla og annarrra sem eru á röltinu í miðbænum.

Við ætlum að virða þær reglur sem Víðir og co hafa barist fyrir …þ.e. að ekki séu fleiri en 50 manns samankomin og að lágmark séu 2 metrar á milli fólks.

Þess vegna rúntum við bara nokkra hringi um miðbæinn og viðrum glæsivagnana áður en við höldum svo bara heimleiðis.😊😁😎😀

Krúser…BARA gaman…ALLTAF 🤣😃😄🤗🤗🤗🤗🤗

Sent inn í Fréttir | engin ummæli