Fréttasafn fyrir mars, 2011

Miðborgin kallar

Krúserar hafa verið beðnir að taka þátt í  Kæti í kaupstaðnum, sem verður í miðborg Reykjavíkur um helgina. Við munum að sjálfsögðu taka þátt (með fyrirvara um færð og veður), enda Krúser félagar orðnir hundleiðir á vetrinum og farið að langa til að liðka glæsivagninn og taka rúnt. Við munum kynna þetta betur á vefnum […]

Lesa alla færslu »

Krúserkvöld

Annað kvöld er Krúserkvöld eins og öll fimmtudagskvöld. Mæting á Bíldshöfðanum kl. 20. Innheimta félagsgjalda er í fullum gangi og gengur vel, eftir næstu mánaðarmót líkur henni og við munum senda félagsmönnum bréf og  límmiða á Krúserkortið í pósti. Við minnum félagsmenn, sem hafa flutt, skipt um símanúmer eða netfang nýlega að senda inn leiðréttingu á skráningu […]

Lesa alla færslu »

Vorhugur í Krúserum

Þrátt fyrir snjókomu og vetrarfærð eru Krúser félagar farnir að hugsa til vorsins. Við munum þjófstarta sumrinu með þátttöku í Blúshátíð í Reykjavík, sem hefst 16. apríl. Sumardagurinn fyrsti verður fimmtudaginn 21. apríl og við munum örugglega líka láta sjá okkur þá. Björgvin Halldórsson mun koma fram á Blúshátíð, við vitum um marga sem ætla […]

Lesa alla færslu »

Next »